Sigurður Ingi og Svandís ræða við Höllu

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á Bessastöðum í dag.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á Bessastöðum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Formenn Framsóknar og Vinstri grænna koma til fundar við forseta Íslands nú síðdegis.

Þetta staðfestir embætti forsetans í svari við fyrirspurn mbl.is.

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna ræddu í gær símleiðis við Höllu Tómasdóttur forseta.

Fundir við Sóleyjargötu

Nú hefur hún boðað þau til fundar, eftir að hafa varið deginum í fundi með formönnum flokka í stjórnarandstöðu.

Sigurður Ingi kemur til fundar við forseta kl. 17.30 og Svandís kl. 18.15, á Staðastað við Sóleyjargötu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert