Hæstiréttur hefur staðfest fjárnám sýslumanns hjá konu vegna greiðslu skattaskuldar fyrrverandi eiginmanns hennar. Snýr Hæstiréttur þar með við dómi Landsréttar sem hafði staðfest dóm héraðsdóms um fella skyldi aðfarargerðina úr gildi.
Eiginmaður konunnar hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattasvik á árunum 2011 til 2017, en hjónaband fólksins stóð til 2013. Þar með var konan í sjálfskuldarábyrgð fyrir þann hluta gjaldáranna.
Fjárnám sem sýslumaður hafði framkvæmt í eignum mannsins afmörkuðust hins vegar við gjaldárin 2013 til 2017 og hafði sýslumaður áður ráðstafað hluta af fjármunum mannsins inn á skuldir frá þeim árum. Konan taldi hins vegar að ráðstafa ætti eignum hans til inngreiðslu á elstu skuldirnar og að þar með hefðu þær skattgreiðslur mannsins sem hún bar ábyrgð á greiðst að fullu.
Hæstiréttur komst sem fyrr segir að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki og staðfesti fjárnámsaðgerð sýslumannsins.