Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um hálfþrjúleytið í nótt vegna vatnsleka í Mosfellsbæ.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu hafði vatn komið upp úr niðurföllum í kringum íþróttamiðstöðina að Varmá.
Slökkviliðið þurfti lítið að aðhafast á vettvangi en kallaðir voru til starfsmenn Veitna í Mosfellsbæ.