„Að mestu komin mynd á það sem gerðist“

Stuðlagil.
Stuðlagil. Ljósmynd/Jónatan Garðarsson

Lögreglan á Austurlandi vinnur enn að rannsókn banaslyssins sem varð í Stuðlagili þegar kona á fertugsaldri, erlendur ferðamaður sem var á ferð í Stuðlagili ásamt eiginmanni sínum, fannst látin í Jökulsá skammt neðan við Stuðlagil.

Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að málið sé enn til rannsóknar en lögreglan hefur rætt við um tíu manns sem voru á vettvangi þegar banaslysið átti sér stað.

„Við teljum að við séum að mestu komin með mynd á það sem gerðist. Rannsókninni miðar ágætlega og vonandi tekst að ljúka henni fljótlega,“ segir Kristján Ólafur við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert