Ætlar að sækjast eftir embætti rektors

Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur HÍ þurfa sterkan …
Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur HÍ þurfa sterkan talsmann.

Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, hyggst sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands þegar það verður auglýst í desember.

Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, hyggst ekki sækjast eftir embættinu áfram þegar skipunartíma hans lýkur í júlí á næsta ári.

Þetta staðfesta þau bæði í samtali við mbl.is en Mannlíf greindi fyrst frá.

Háskólinn þurfi sterkan talsmann

Silja Bára segir fólk hafa farið að hvetja hana til að sækjast eftir embættinu fyrir um einu og hálfu ári og þetta hafi verið að „malla“ hjá henni síðan.

„Ég held að háskólinn þurfi sterkan talsmann og að það þurfi að setja athygli á umhverfi rannsókna og háskólakennslu í landinu. Og vera í sterku samtali við háskólasamfélagið fyrst og fremst en auðvitað við stjórnvöld líka,“ segir Silja Bára í samtali við mbl.is.

Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor HÍ.
Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor HÍ.

Kominn tími til að breyta til

Jón Atli hefur gegnt embætti rektors frá árinu 2015 og segir hann 10 ár mjög fínan tíma í þessu starfi. 

„Ég er mjög sáttur við að stíga frá borði í þessu starfi 1. júlí. Það er stórkostlegt að vinna hérna í Háskóla Íslands og ég mun halda áfram hérna sem prófessor. Það hefur verið einstakt að vinna með fólki hér sem rektor og það hefur verið mikill heiður að fá að sinna þessu starfi, en nú er kominn tími til að breyta til aftur.“

Ráðherra skipar háskólarektor til fimm ára í senn samkvæmt tilnefningu háskólaráðs, en embættið skal auglýst laust til umsóknar fyrir miðjan desember á því háskólaári sem skipunartíma lýkur.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert