Aldrei fleiri farþegaskip til Reykjavíkur

277 farþegaskip komu til Reykjavíkur á síðasta ári.
277 farþegaskip komu til Reykjavíkur á síðasta ári. mbl.is/Sigtryggur Sigtryggsson

277 farþegaskip komu til Reykjavíkur á síðasta ári og hafa þau aldrei verið fleiri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni en þar segir enn fremur að flutningar um hafnir á Íslandi hafi numið 7,1 milljón tonna árið 2023 sem er 8% minna en árið 2022. Umsvifamestu hafnir landsins voru sem fyrr Reykjavík, Grundartangi, Reyðarfjörður og Straumsvík.

Reykjaneshöfn var í fimmta sæti, enda töluverð aukning i innflutningi á flugvélaeldsneyti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert