Upp hefur komið bilun á Akureyri sem hefur áhrif á farsíma á Eyjafjarðarsvæðinu auk heimanettengingar á Norðurlandi. Þá eru fyrirtækjatengingar á Akureyri einnig fyrir áhrifum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mílu.
„Við höfum sent viðbragðsaðila af stað og munum uppfæra með nýjum upplýsingum þegar þær berast. Við biðjumst velvirðingar á truflunum,“ segir enn fremur.