Bjarni og Halla funda síðar í dag

Bjarni Benediktsson og Halla Tómasdóttir á Bessastöðum í gær.
Bjarni Benediktsson og Halla Tómasdóttir á Bessastöðum í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kemur til fundar Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 16 í dag.

Að fundi loknum hyggst forseti ávarpa fjölmiðla.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetaembættinu.

Bjarni sagði í Silfrinu á Ríkisútvarpinu í gær að hann ætlaði að biðjast lausn­ar fyr­ir sig og sitt ráðuneyti. Benti hann á að hann hefði sagst á sunnudag myndu biðjast lausn­ar, ef ekki næðist sátt um sam­starf rík­is­stjórn­ar­inn­ar fram að kosn­ing­um inn­an flokk­anna sem að henni standa.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/14/bjarni_mun_bidjast_lausnar/

Fundaði með öllum formönnum

Bjarni fór á fund Höllu í gær og óskaði þar eftir því að þing yrði rofið. Halla fundaði síðar sama með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna og í kjölfarið með Svandísi Svavarsdóttur, formanni VG, og Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknar.

Í morgun fundaði Halla svo með Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert