Fundur stendur yfir í Karphúsinu

Kennarar vilja sambærileg laun og aðrir háskólamenntaðir sérfræðingar.
Kennarar vilja sambærileg laun og aðrir háskólamenntaðir sérfræðingar. Samsett mynd

Fundur í kjaraviðræðum aðild­ar­fé­laga Kenn­ara­sam­bands Íslands og Sam­bands ís­lenskra sveitarfélaga hófst klukkan 9 í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara og áætlað er að hann standi til klukkan 12.

Kenn­ar­ar eru samn­ings­laus­ir og hafa samþykkt verk­fall í samtals níu skól­um: fjór­um leik­skól­um, þrem­ur grunn­skól­um, ein­um fram­halds­skóla og ein­um tón­list­ar­skóla. Þá er til skoðunar að boða til at­kvæðagreiðslu um verk­fall í ein­um fram­halds­skóla til viðbót­ar.

Formaður Kenn­ara­sam­bands Íslands vill að laun kenn­ara séu sam­bæri­leg við laun há­skóla­menntaðra sér­fræðinga á al­menna markaðnum.

„Við horf­um til þess að laun kenn­ara eigi að sam­sama því virði sem sam­fé­lagið vill meta starf kenn­ara. Við telj­um okk­ur vera á þeim stað að vera van­metn­ir þar,“ sagði Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, í samtali við mbl.is í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert