Fyrstu nóvemberkosningar í rúma öld

Kosið verður til Alþingis í nóvember næstkomandi.
Kosið verður til Alþingis í nóvember næstkomandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fari alþingiskosningar fram annaðhvort 23. eða 30. nóvember næstkomandi, eins og allt bendir til, verður það í annað sinn frá því Ísland fékk fullveldi árið 1918 að þingkosningar eru haldnar í nóvember.

Það gerðist áður árið 1919 í kjölfar þess að Alþingi samþykkti frumvarp til stjórnarskrár konungsríkisins Íslands fyrr á árinu. Í kjölfarið var þing rofið í lok september og alþingiskosningar fóru fram 15. nóvember. Ekki er hægt að ráða af blaðafréttum á þessum tíma að veður hafi verið til trafala í kosningunum.

Þá hafa þingkosningar einu sinni verið haldnar í desember. Það var árið 1979 eftir að Alþýðuflokkurinn, sem vann mikinn kosningasigur í þingkosningum í júní árið áður, sleit ríkisstjórnarsamstarfi við Framsóknarflokkinn og Alþýðubandalagið 8. október. Í kjölfarið var þing rofið og boðað til kosninga 2. og 3. desember. Minnihlutastjórn Alþýðuflokksins, sem naut hlutleysis Sjálfstæðisflokksins, var starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn tók við.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert