Lát hjóna í Neskaupstað: Reynt að hraða rannsókn

Frá Neskaupstað.
Frá Neskaupstað. mbl.is/Sigurður Bogi

Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að mál hjónanna á áttræðisaldri sem fundust látin í heimahúsi í Neskaupstað í ágúst sé enn til rannsóknar og verið sé að reyna að hraða henni eins og hægt er.

Gæsluvarðhald yfir manninum sem er grunaður um að hafa orðið hjónunum að bana var framlengt í byrjun mánaðarins og gildir til 1. nóvember næstkomandi.

Kristján Ólafur segir að rannsókninni miði vel en vinna við úrvinnslu gagna taki sinn tíma. Fram hefur komið að geðrannsókn á þeim grunaða hafi farið fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert