Martha Lilja skipuð framkvæmdastjóri

Martha Lilja Olsen.
Martha Lilja Olsen. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son fé­lags og vinnu­markaðsráðherra hef­ur skipað Mörthu Lilju Ol­sen sem fram­kvæmda­stjóra Jafn­rétt­is­stofu.

Um­sækj­end­ur um embættið voru sex tals­ins.

Martha Lilja lauk BA-prófi í sagn­fræði með ís­lensku sem auka­grein árið 2003 og MA-prófi í hag­nýt­um hag­vís­ind­um árið 2006. Hún lauk diplómu á meist­ara­stigi í op­in­berri stjórn­sýslu við Há­skóla Íslands árið 2009 og MPA-gráðu í op­in­berri stjórn­sýslu árið 2019 við sama skóla.

Martha Lilja hef­ur starfað sem skrif­stofu­stjóri rektors­skrif­stofu Há­skól­ans á Ak­ur­eyri frá ár­inu 2015. Þar áður starfaði hún sem deild­ar­stjóri rekstr­ar­deild­ar Skatt­stofu Vest­fjarðaum­dæm­is árin 1999–2005, kennslu­stjóri hjá Há­skóla­setri Vest­fjarða 2006–2011 og þýðandi hjá Þýðinga­miðstöð ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins árin 2011–2015.

Þá hef­ur Martha Lilja reynslu af rekstri á sviði op­in­berr­ar stjórn­sýslu og fjár­hags­áætlana­gerð, auk þess sem hún hef­ur komið að stór­um verk­efn­um á sviði stefnu­mót­un­ar, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Martha Lilja hef­ur einnig öðlast þekk­ingu og reynslu á sviði jafn­rétt­is­mála með vinnu við heild­ar­end­ur­skoðun á jafn­rétt­isáætl­un og inn­leiðingu jafn­launastaðals­ins við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, auk þess sem hún stýrði innri út­tekt jafn­launa­kerf­is skól­ans fyrstu árin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert