Sjúkrahúsið á Akureyri fyrir verulegum áhrifum

Eftir að ljóst varð að sjúkrahúsið var sambandslaust var viðbragðsáætlun …
Eftir að ljóst varð að sjúkrahúsið var sambandslaust var viðbragðsáætlun vegna rofs á símkerfi virkjuð. mbl.is/Sigurður Bogi

Viðbragðsstjórn Sjúkrahússins á Akureyri segir rof á fjarskiptasambandi fyrir norðan í dag hafa haft veruleg áhrif á starfsemi sjúkrahússins.

Hvorki var hægt að notast við samskipti í gegnum síma, net né í gegnum net talstöðva í um 17 mínútur.

Míla greindi frá bilun fyrr í dag á Akureyri sem hafði áhrif á farsíma á Eyjafjarðarsvæðinu og heimanettengingar á Norðurlandi.

Viðbragðsáætlun virkjuð

Eftir að ljóst varð að sjúkrahúsið var sambandslaust var viðbragðsáætlun vegna rofs á símkerfi virkjuð.

Viðbragðsáætlunin gerir ráð fyrir að Tetra-talstöðvar sjúkrahússins virki sem skyldi verði rof á símasambandi.

Viðbragðsstjórn kveðst bíða svara um hvað nákvæmlega átti sér stað fyrr í dag í færslu á Facebook-síðu Sjúkrahússins á Akureyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert