Skrifaði hatursbréf til foreldra minna

Í skáldsögunni Límonaði frá Díafani eftir Elísabetu Jökulsdóttur, sem kom út fyrir stuttu, segir Elísabet frá ferð fjölskyldunnar til Grikkland þegar hún var barn.

Í viðtali í Dagmálum segist hún hafa sæst við foreldra sína þegar hún flutti til Hveragerðis.

„Svo skrifaði ég þetta hatursbréf til þeirra en í sama bréfi finn ég það út að þau hafi gert sitt besta og það hafi ekki verið hægt á þessum tíma öðruvísi en þau gerðu, þannig að í bréfinu þá segi ég í lokin að ég elski þau og segi bara Ella Stína undir.

Þá uppgötva ég að ég átti góða foreldra sem höfðu kynnt mig fyrir leikhúsi, fyrir blaðamennsku, við vorum einsog gráir kettir niður á Mogga í gamla daga, fyrir ferðalögum, fyrir stjörnuhimninum, fyrir sóldeildarhringnum og sveitinni og náttúrunni. Ég uppgötva allt í einu allt sem þau hafa kynnt mig fyrir þannig að ég eignaðist þessa góðu foreldra í Hveragerði sem hafa kennt mér svo margt. Nú á ég bara góða foreldra og ber hvergi skugga á.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert