Maðurinn sem var stunginn með hnífi í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld er úr lífshættu en stunguárásin átti sér stað á gangstétt við Lindargötu.
Þetta segir Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi við mbl.is.
Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en kona var handtekin og vistuð í fangageymslu. Búið er yfirheyra hana og flytja á viðeigandi stofnun að sögn Guðmundar.