Allsherjar innköllun á RUBBABU leikföngum

Leikföngin innhalda krabbameinsvaldani efni.
Leikföngin innhalda krabbameinsvaldani efni.

Allsherjar innköllun stendur nú yfir á RUBBABU leikföngum vegna þess að þau innhalda krabbameinsvaldandi efni. Leikföngin eru ætluð ungum börnum og talið er að þeim geti stafað alvarleg hætta af notkun þeirra.

Leikföngin eru úr mjúku gúmmíi með flauelsmjúku yfirborði, en mest hefur selst af boltum og litlum farartækjum á hjólum frá RUBBABU. Innflutningsaðili leikfanganna er Nordic Games. 

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun beinir því til eigenda leikfanganna að hætta notkun þeirra tafarlaust. 

Við prófanir eftirlitsaðila kom í ljós að leikföngin innihalda of mikið magn af nítróamín (NDMA, NDBA,NDEA) sem geta verið krabbameinsvaldandi við inntöku eða snertingu við húð.

 

Flest seld hjá Margt og mikið

Flest leikföngin hafa verið seld í gegnum verslun Margt og Mikið, en nokkur eintök fóru í verslanir Aftur-Nýtt ehf., Bókaverzlun Breiðafjarðar og Kaupfélag Vestur Húnvetninga. Í hverju felst hættan? 

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda þessara vara að hætta notkun þeirra þegar í stað, en viðskiptavinir geta haft samband við söluaðila í gegnum tölvupóst á margtogmikid@margtogmikid.is eða í síma 565-44

Hægt er að sjá nánar um tilkynninguna á vefsíðu EU - Safety Gate.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert