Bæjarstjóri Hafnarfjarðar íhugar framboð

Rósa Guðbjartsdóttir íhugar nú næstu skref.
Rósa Guðbjartsdóttir íhugar nú næstu skref. mbl.is/Sigurður Bogi

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, íhugar nú alvarlega að bjóða sig fram á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Ef hún tekur í gikkinn hyggst hún sækjast eftir sæti ofarlega.

Þetta segir Rósa í samtali við mbl.is en Vísir greindi fyrst frá.

„Ég þarf náttúrulega að taka ákvörðun hratt, núna á allra næstu dögum, því það er ekki mikill tími til stefnu,“ segir Rósa og bætir því við að hún hafi fengið mikla hvatning undanfarna mánuði um að gefa kost á sér í landsmálunum.

Eftir að kosningum var flýtt hefur hún fengið enn meiri hvatningu.

Nokkrir gætu sótt um sæti

Bjarni Bene­dikts­son, Jón Gunn­ars­son, Bryn­dís Har­alds­dótt­ir og Óli Björn Kára­son eru þing­menn flokks­ins úr kjör­dæm­inu á nú­ver­andi þingi.

Eins og fram hef­ur komið er Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ein þeirra sem nefnd hef­ur verið í tengsl­um við fram­boð í kjör­dæm­inu.

„Ég er alvarlega íhuga það [framboð] og bý yfir mikilli reynslu sem væri hægt að nýta annars staðar og hef einlægan áhuga á að reyna hafa áhrif á samfélagið, segir Rósa sem hefur leitt lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í áratug.

Ekki búin að taka ákvörðun

Hún tekur fram að ákall sé um að flokkurinn eigi þingmann frá Hafnarfirði því það hafi ekki verið svoleiðis í langan tíma.

Hvaða sæti myndir þú sækjast eftir?

„Eitt af efstu sætunum,“ segir hún en ítrekar þó að hún sé ekki búin að taka ákvörðun um framboð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert