„Ekki sem starfsstjórn heldur annars konar stjórn“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, einn þriggja ráðherra Vinstri grænna.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, einn þriggja ráðherra Vinstri grænna. mbl.is/Eyþór

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ráðherra Vinstri grænna, segir forsætisráðherra þurfa að svara fyrir hvernig ríkisstjórninni sé nú háttað.

„Ég skil þetta þannig að við séum ennþá starfandi,“ sagði Guðmundur við mbl.is er hann gekk inn til fundar ríkisstjórnar við Hverfisgötu núna kl. 16 síðdegis.

Kvaðst hann hafa skilið það sem svo að til þessa fundar hefði verið boðað, „eins og ég skil það – ekki sem starfstjórn heldur annars konar stjórn“, sagði Guðmundur.

„En forsætisráðherra verður að svara fyrir þetta.“

Yrðu almennir þingmenn frá og með deginum í dag

Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, varð í gær við lausn­ar­beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráðherra og skipaði í kjöl­farið starfs­stjórn.

Svandís Svavars­dótt­ir, formaður VG, lýsti því yfir strax í kjöl­farið að þing­flokk­ur VG myndi ekki taka þátt í starfs­stjórn­inni og ráðherr­ar flokks­ins yrðu frá og með deg­in­um í dag al­menn­ir þing­menn.

Ráðherr­arn­ir þrír, Svandís, Guðmund­ur og Bjarkey Ol­sen, mættu þó til fund­ar­ins. For­seti hef­ur held­ur ekki enn leyst þau úr embætti.

Einn aðstoðarmanna rík­is­stjórn­ar­inn­ar hef­ur upp­lýst fjöl­miðla um að ráðherr­arn­ir þrír muni ekki gefa kost á viðtöl­um að fund­in­um lokn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert