Frumvarp um kílómetragjald fyrir notkun allra ökutækja

Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að kílómetragjald komi í …
Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að kílómetragjald komi í stað olíu- og bensíngjalda sem gjald fyrir notkun allra ökutækja í vegakerfinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frumvarp um kílómetragjald vegna notkunar ökutækja hefur nú verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. 

Með frumvarpinu er lagt til að næsta skref verði stigið í lögfestingu á nýjutekjuöflunarkerfi af ökutækjum og eldsneyti með upptöku á kílómetragjaldi frá og með 1. janúar 2025 vegna notkunar ökutækja á vegakerfinu, þ.m.t. vegna notkunar ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að fyrsta skrefið var lögfest í byrjun þessa árs þegar tekið var upp kílómetragjald fyrir rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla.

Áform um innleiðingu kílómetragjalds fyrir notkun allra annarra ökutækja á vegakerfinu árið 2025 voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í ágúst.

Í framhaldi af því var unnið frumvarpið sem hefur nú verið birt í samráðsgátt. 

Ljósmynd/Stjórnarráðið

6,7 krónur fyrir léttustu bíla 

Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að kílómetragjald komi í stað olíu- og bensíngjalda sem gjald fyrir notkun allra ökutækja í vegakerfinu.

„Til að stuðla að sanngjarnari gjaldtöku er horft til þess að kílómetragjald endurspegli eins og kostur er raunverulega notkun á vegainnviðum eftir fjölda ekinna kílómetra í samræmi við þyngd ökutækja óháð orkugjafa,“ segir í tilkynningunni. 

Segir að fjárhæð kílómetragjaldsins verði sett fram í 29 gjaldbilum þar sem fjárhæðin hækkar í samræmi við þyngd.

Fyrir léttustu ökutækin, eins og fólksbíla sem eru með leyfða heildarþyngd allt að 3,5 tonn, verði gjaldið 6,7 krónur á kílómetra. Fjárhæðin hækki svo upp í 43,90 krónur fyrir ökutæki yfir 31 tonn.

Þá verði kílómetragjald greitt af þungum tengivögnum í samræmi við gjaldþrep kílómetragjalds og leggist við kílómetragjald ökutækisins sem dregur.

Óbreyttur kostnaður meðalbensínbíls 

Segir að við ákvörðun um fjárhæð kílómetragjalds var horft til þess að kostnaður við rekstur meðalbensínsbíls, sem ekur 14 þ.km á ári og eyðir 7,5 l/100 km, sé óbreyttur.

Frumvarpið gerir því ráð fyrir að opinber gjöld og orkukostnaður vegna meðalbensínbíls verði sá sami árið 2025 og hann er árið 2024.

Kostnaður við rekstur annarra bíla er ýmist hærri eða lægri en meðalbensínbíls og er það m.a. háð eyðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka