Ekki er annað að sjá en lesendur hafi tekið vel í auglýsingar Sorpu og kynlífstækjaverslunarinnar Blush í Morgunblaðinu á mánudag, þar sem minnt er á mikilvægi þess að fara með gömul kynlífstæki í endurvinnslu.
Gunnar Dofri Ólafsson samskiptastjóri Sorpu segir að vel á níunda hundrað hafi tekið þátt í flokkunarleiknum á vefnum sama dag og auglýsingarnar birtust, en mánudagurinn var líka alþjóðlegi rafruslsdagurinn.
Gunnar segir herferðina ekki endilega hafa farið af stað af því að fólk væri ekki nógu duglegt að fara með kynlífstæki í endurvinnsluna heldur vegna þess að fólk færi ekki með raftæki í endurvinnslu almennt.
Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.