Ólafur gefur kost á sér í Norðvesturkjördæmi

Ólafur Adolfsson og Guðlaugur Þór Þórðarson.
Ólafur Adolfsson og Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólaf­ur Ad­olfs­son, lyfsali og göm­ul knatt­spyrnu­kempa með Skagamönnum hefur ákveðið að gefa kost á sér til forystu Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. 

Þessu greinir Ólafur frá á Facebook.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir greindi frá því í dag að hún ætli að gefa kost á sér í 2. sæti á lista ­flokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi, en hún hefur verið oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi.

„Ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru með öflugum hópi Sjálfstæðisfólks,“ segir í færslu Ólafs en hann var um tíma bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn à Akranesi, m.a. formaður bæjarráðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert