Ráðgjöfin kostaði yfir 8,3 milljónir

Upphafið má rekja til þess þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari …
Upphafið má rekja til þess þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari veitti Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara skriflega áminningu. Samsett mynd

Dómsmálaráðuneytið greiddi rúmlega 8,3 milljónir króna fyrir lögfræðilega ráðgjöf frá tveimur lögmannsstofum í tengslum við þá deilu sem upp kom í embætti ríkissaksóknara. Kemur þetta fram í skriflegum svörum ráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Upphafið má rekja til þess þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari veitti Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara skriflega áminningu í ágúst árið 2022, en áminning getur verið undanfari þess að viðkomandi sé látinn fara.

Áminningin kom í kjölfar ummæla vararíkissaksóknara í opinberri umræðu og vörðuðu hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn.

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert