Ráðherrar VG gefa ekki kost á viðtölum

Svandís Svavarsdóttir, ráðherra og formaður Vinstri grænna.
Svandís Svavarsdóttir, ráðherra og formaður Vinstri grænna. mbl.is/Eyþór

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna komu saman til fundar við Hverfisgötu klukkan 16, að líkindum í síðasta sinn sem ríkisstjórn.

Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, varð í gær við lausn­ar­beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráðherra og skipaði í kjöl­farið starfs­stjórn.

Svandís Svavars­dótt­ir, formaður VG, lýsti því yfir strax í kjölfarið að þing­flokk­ur VG myndi ekki taka þátt í starfs­stjórn­inni og ráðherr­ar flokks­ins yrðu frá og með deg­in­um í dag al­menn­ir þing­menn.

Ráðherrarnir þrír, Svandís, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Bjarkey Olsen, mættu þó til fundarins. Forseti hefur heldur ekki enn leyst þau úr embætti.

Einn aðstoðarmanna ríkisstjórnarinnar hefur upplýst fjölmiðla um að ráðherrarnir þrír muni ekki gefa kost á viðtölum að fundinum loknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert