SÍS stefnir KÍ vegna verkfallsboðunar

Anton Björn Markússon rekur málið fyrir hönd SÍS.
Anton Björn Markússon rekur málið fyrir hönd SÍS.

Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga (SÍS) hef­ur stefnt Kenn­ara­sam­bandi Íslands (KÍ) fyr­ir fé­lags­dóm vegna verk­fallsaðgerða sem kenn­ara­sam­bandið hef­ur boðað til þann 29. októ­ber næst­kom­andi.

Ant­on Björn Markús­son, lögmaður hjá Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, rek­ur málið fyr­ir hönd þess.

Að sögn hans er mál­inu stefnt til fé­lags­dóms sök­um þess að SÍS tel­ur að því hafi ekki gef­ist ráðrúm til þess að taka af­stöðu til krafna KÍ og aðild­ar­fé­laga þess áður en verk­fallsaðgerðir voru boðaðar.

Kenn­ar­ar hafa verið samn­ings­laus­ir frá 31. maí. Þá fóru af stað óform­leg­ar viðræður. Kenn­ara­sam­bandið boðaði hins veg­ar til verk­falla eft­ir at­kvæðagreiðslu þann 10. októ­ber.

Eng­in eig­in­leg kröfu­gerð komið fram 

„Eins og við túlk­um mál­in hafði eng­in eig­in­leg kröfu­gerð verið lögð fram áður en viðræður hóf­ust. Þess vegna gát­um við ekki tekið af­stöðu til krafna sem ekki voru fram komn­ar og þar af leiðandi reynt að af­stýra verk­falli,“ seg­ir Ant­on Björn.

Ákvæðið sem verið er að reyna á snýr að 14. grein laga um kjara­samn­inga op­in­berra starfs­manna. Þar seg­ir m.a. að stétt­ar­fé­lög­um sé heim­ilt að gera verk­fall í þeim til­gangi að stuðla að fram­gangi krafna sinna í deil­um um kjara­samn­inga.

„Venj­an er sú að menn leggja fram kröfu­gerð, setj­ast svo við samn­inga­borðið. Þar koma fram deil­ur sem menn ná ekki sam­an um. Deil­unni er vísað til rík­is­sátta­semj­ara sem eft­ir at­vik­um legg­ur fram miðlun­ar­til­lögu. Ef það geng­ur ekki upp þá er boðað til verk­falla. En við lít­um svo á að mál­in hafi aldrei kom­ist á þann stað,“ seg­ir Ant­on Björn.

Hann tel­ur að KÍ þurfi t.a.m. að leggja fram þann kostnað sem fylgi kröfu­gerð stétt­ar­fé­lags­ins.

Laun í takti við há­skóla­menntaða sér­fræðinga

Fram kom í máli Magnús­ar Þórs Jóns­son­ar, for­manns KÍ, í sam­tali við mbl.is að kenn­ar­ar vilji laun í takti við þau sem há­skóla­menntaðir sér­fræðing­ar fá.

Ant­on tel­ur að slíkt sé óræð krafa og að sam­bandið líti svo á að því finn­ist súrt að farið hafi verið í að boða verk­föll án þess að það hafi haft ráðrúm til að taka af­stöðu til kröfu­gerðar.

„Það hef­ur ekk­ert verið nán­ar út­listað hver kostnaður við þetta er. Hvort þetta þýði 15% launa­hækk­un eða 50% launa­hækk­un. Við höf­um ekki haft neina kröfu­gerð til að vinna með,“ seg­ir Ant­on Björn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert