Starfsfólk hefur orðið fyrir alvarlegum árásum

Stuðlum er ætlað að þjóna börnum á aldrinum 12-18 ára.
Stuðlum er ætlað að þjóna börnum á aldrinum 12-18 ára. mbl.is/Kristinn Magnússon

Meðferðarheimilið Stuðlar var til umfjöllunar í þættinum Kveik á RÚV í gær og var þar dregin upp ansi dökk mynd af starfseminni sem er komin langt yfir þolmörk.

Fram kom í þættinum að starfsfólk hefði orðið fyrir alvarlegum árásum af hálfu skjólstæðinga og að álagið á meðferðarheimilinu væri óboðlegt og hættulegt bæði fyrir vistmenn og starfsfólk.

Stuðlar eru meðferðarheimili fyrir börn og unglinga á aldrinum 12 til 18 ára

Úlfur Einarsson, forstöðumaður Stuðla, segir að meðferðarheimilið sé það eina sem geti vistað drengi sem sýni alvarlega hegðunarerfiðleika, brjóti af sér eða séu í mikilli neyslu.

Þrjár deildir eru reknar á meðferðarheimilinu, neyðarvistun, meðferðardeild og stuðningsheimilið Fannafold en húsnæði Stuðla var upphaflega hugsað til að taka á móti ungmennum með fíkni- eða hegðunarvanda.

Börn í gæsluvarðhaldi síðan í apríl

„Við vistum of mörg börn í þessu húsi og með of fjölbreyttan vanda til að geta gert það á öruggan hátt öllum stundum,“ segir Úlfur í þættinum en hann hefur gegnt starfi forstöðumanns Stuðla frá árinu 2022.

Meðferðarheimilið var opnað árið 1996.

Gæsluvarðhaldsúrskurðum ungmenna hefur fjölgað upp á síðkastið á Stuðlum en börn hafa verið send á meðferðarheimilið í kjölfar þess að hafa framið alvarlega glæpi og jafnvel morð.

„Nú erum við búin að vera með börn í gæsluvarðhaldi hérna síðan í apríl á síðasta ári. Stöðugt. Og það er bara ekki það sem starfsemin var hugsuð til þess að sinna stöðugt,“ segir Úlfur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert