„Þetta er bara í ferli innan flokksins”

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn og formaður borgarráðs. …
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn og formaður borgarráðs. Hann ásamt fleiri stjórnmálamönnum sótti þing ASÍ í dag. mbl.is/Karítas

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík og formaður borgarráðs, segist ekki útiloka framboð fyrir Samfylkinguna fyrir þingkosningar í nóvember. Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, segir ekki tímabært að tjá sig um hverjir gætu verið á framboðslistum.

mbl.is ræddi stuttlega við þau Dag og Kristrúnu á þingi ASÍ í dag og spurði um stöðu framboðsmála.

„Ég hef ekkert gefið upp um það, en hef lengi sagt að ég útiloka það ekki, en hef ekkert gefið upp um það heldur. Þetta er bara í ferli innan flokksins,“ segir Dagur. Þegar gengið var á eftir frekari svörum var ekki mikið upp úr því að fá. „Ég ætla ekki að bæta neinu við það svar,“ sagði Dagur brosandi.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, var á meðal gesta á þingi …
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, var á meðal gesta á þingi ASÍ og tók þátt í pallborði um orkumál. mbl.is/Karítas

Spurð hvort hún myndi styðja Dag til framboðs fyrir Samfylkinguna sagði Kristrún að vinna við uppstillingu væri að fara í gang. „Þetta er allt til umræðu núna hvernig listarnir eru samsettir. Uppstillingarnefndir eru ekki einu sinni samþykktar. Þær eru að fara af stað,“ sagði hún.

„Það er hvorki tímabært né eðlilegt á þessum tímapunkti að ég tjái mig um þessi mál, enda skammur tími til stefnu,“ bætti hún við og benti á að aðeins væru um tvær vikur til stefnu að skila inn listum til landskjörstjórnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert