Þoka liggur yfir höfuðborgarsvæðinu

Frá Hádegismóum í morgun.
Frá Hádegismóum í morgun. mbl.is/Hólmfríður

Þoka hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu frá því í nótt. Í dag má búast má við norðaustan 5-13 m/s. Rigningu eða slyddu með köflum en talsverðri rigningu sunnan Vatnajökuls sem mun vara fram á nótt.

Á morgun verður breytileg átt víða 3-10 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil rigning eða jafnvel slydda, einkum á Austurlandi.

Úrkomulítið verður á Norðaustur- og Austurlandi annað kvöld en snjómugga vestan til.

Hiti verður á bilinu 1 til 9 stig yfir daginn, svalast um landið norðvestanvert. Víða vægt frost annað kvöld.

Veðurvefur mbl.is

Þoka liggur yfir Reykjavík og nágrenni. Mynd úr safni.
Þoka liggur yfir Reykjavík og nágrenni. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert