Tók við undirskriftum um átakið Hnífalaus framtíð

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og fulltrúar átaksins, frá vinstri: Valdís Eva …
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og fulltrúar átaksins, frá vinstri: Valdís Eva Eiríksdóttir, Hrefna Dís Héðinsdóttir, Karen Birna Einarsdóttir Stephensen og Tinna Sigríður Helgadóttir. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tók í dag á móti fulltrúum átaksins Hnífalaus framtíð.

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að þær Hrefna Dís Héðinsdóttir, Karen Birna Einarsdóttir Stephensen, Tinna Sigríður Helgadóttir og Valdís Eva Eiríksdóttir, úr Verzlunarskóla Íslands, hafi afhent forsætisráðherra á annað þúsund undirskriftir þar sem hvatt er til hertra laga um vopnaburð.

Á fundinum ræddu þær um mikilvægi þess að ungt fólk upplifði sig öruggt og leggja yrði áherslu á að draga úr vopnaburði meðal þess. Þá kynntu þær fyrir forsætisráðherra tölfræði og tillögur um efnið.

Bjarni segir í færslu á Facebook að það megi hrósa þeim sérstaklega fyrir að taka málin í sínar hendur, afla afla málstaðnum fylgis og koma skilmerkilega á framfæri. Ég tek undir sjónarmið þeirra, tillögurnar hafa gefist vel erlendis og ég mun taka erindið upp með dómsmálaráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert