Alma Möller í framboð fyrir Samfylkinguna

Alma Möller landlæknir er að skella sér í landsmálin.
Alma Möller landlæknir er að skella sér í landsmálin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alma Möller landlæknir hefur ákveðið að gefa kost á sér á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi þingkosningar. 

Þetta herma heimildir mbl.is en Vísir greindi fyrst frá. 

Alma var skipaður landlæknir árið 2018 og er fyrsta konan sem gegnir embættinu. Í gegnum kórónuveirufaraldurinn kynntust Íslendingar henni út af tíðum upplýsingafundum um stöðu faraldursins og heilbrigðiskerfisins. 

Alma var í faraldrinum hluti af þríeykinu svokallaða en í þeim hópi voru einnig Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna og Þórólfur Guðnason, þáverandi sóttvarnarlæknir Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert