Birgir tilbúinn að vera áfram

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis.
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég get staðfest það að ég er tilbúinn að vera áfram í framboði.“

Þetta segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, í samtali við blaðamann mbl.is.

„Ég er tilbúinn til þess að vera áfram ef það verður niðurstaða uppstillingarnefndar og fundarins í kjördæmisráðinu.“

Kemur í ljós hvað hugnist uppstillingarnefnd

Hann bendir á að kjördæmisráð Sjálfstæðismanna í Reykjavík hafi komið á fót uppstillingarnefnd sem vinni nú að tillögum um framboðslista í báðum Reykjavíkurkjördæmunum.

Þær tillögur verði væntanlega lagðar fyrir kjördæmisráðið innan fárra daga sem taki síðan endanlega afstöðu.

Birgir var í þriðja sæti Reykjavíkurkjördæmis suður í síðustu alþingiskosningum árið 2021 og kveðst tilbúinn til þess áfram.

„Það á aftur á móti eftir að koma í ljós hvað uppstillingarnefnd hefur hugsað sér í þessu sambandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert