Bjarni reynst óhæfur til að leiða ríkisstjórn

Svandís Svavarsdóttir á Alþingi í morgun.
Svandís Svavarsdóttir á Alþingi í morgun. mbl.is/Eyþór

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi Bjarna Benediktsson forsætisráðherra harðlega í ræðu sinni á Alþingi eftir að hann tilkynnti um þingrof og alþingiskosningar.

Hún sagði Bjarna hafa borið upp við forseta Íslands tillögu um þingrof og daginn eftir beiðni um lausn frá embætti án þess að ræða þessi mál á ríkisstjórnarfundi fyrst.

„Það uppnám og vandræðagangur sem á eftir fylgdi er afleiðing þess að forsætisráðherra hafði ekki undirbúið neitt og tók í raun ákvörðun og ákvarðanir sem formaður Sjálfstæðisflokksins en ekki forsætisráðherra,“ sagði Svandís.

Svandís og Bjarni Benediktsson á Alþingi í morgun.
Svandís og Bjarni Benediktsson á Alþingi í morgun. mbl.is/Eyþór

Í framhaldinu tæki við stjórn sem þingflokkur VG hefði ákveðið að eiga ekki neina aðild að. Innan hennar myndi ríkja fullkomið vantraust enda hefði Bjarni Benediktsson „reynst óhæfur til að leiða ríkisstjórn“.

„Það er sögulegt og áhugavert hvað það er sem rekur forsætisráðherra til að rjúfa sjö ára samstarf einhliða og í fjölmiðlum,“ bætti Svandís við og sagði að líkast til hefðu flokkshagsmunir og hagsmunir hans sjálfs sem foringja í kreppu ráðið þar mestu um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert