Borgarstjórinn baðst afsökunar

Einar Þorsteinsson fundaði með fulltrúum kennarafélaga í Reykjavík í hádeginu.
Einar Þorsteinsson fundaði með fulltrúum kennarafélaga í Reykjavík í hádeginu. mbl.is/Eyþór

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri í Reykjavík, bað fulltrúa kennarafélaga í Reykjavík afsökunar á orðum sem hann lét falla á fjármálaráðstefnu Sambands sveitarfélaga.

Orð Einars beindust að auknum veikindum og fjarveru kennara samhliða minni viðveru í skólum.

„Ég var þar að opna á umræðu um skólakerfið sem þarfnaðist miklu meiri tíma en við fengum þarna á fjármálaráðstefnunni og ég áttaði mig þegar umræðunni vatt fram að ég var alls ekki að vanda mig nægilega mikið þegar ég talaði þar. Orð mín féllu í grýttan jarðveg og ég fékk betri skilning á því hvers vegna á fundinum. Ég bað þau því einfaldlega afsökunar á því að hafa ekki komið betur undirbúinn inn í þessa umræðu á fjármálaráðstefnunni,“ segir Einar.

Rauð flögg í kerfinu 

Hann segir að samhliða hafi hann fengið betra tækifæri til þess að útskýra hvað hann átti við á fundinum. Segir hann betri samhljóm hafa verið meðal fólks að fundi loknum.

„Ég var einfaldlega að reyna að koma því á framfæri að veikindahlutfallið er mikið áhyggjuefni, starfsaðstæður kennara eru áhyggjuefni, verkefnin sem eru inni í skólakerfinu eru mjög umfangsmikil. Það eru rauð flögg á lofti í menntakerfinu okkar.

Þétt var setið á fundinum.
Þétt var setið á fundinum. mbl.is/Eyþór Árnason

Veikindaleyfi eru eitt þeirra 

Hann segir aðalmálið vera það að allir séu í sama liði.

„Allir vilja að staða kennara sé virt, starfsaðstæður séu ákjósanlegar en að börnin fái menntun við hæfi. Við verðum að byggja hér upp alvöru menntakerfi. Við erum að standa okkur frábærlega á mörgum sviðum. En það eru rauð flögg í kerfinu og veikindaleyfi eru eitt þeirra,“ segir Einar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert