Einar fundar með kennurum

Frá mótmælum kennara í ráðhúsinu.
Frá mótmælum kennara í ráðhúsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fundar í hádeginu með fulltrúum kennara í ráðhúsinu. 

Einar var erlendis þegar kennarar mótmæltu ummælum sem hann lét falla á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

Kennarar komu inn í ráðhúsið og ræddu þar m.a. við Dag B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóra og staðgengil Einars, og borgarfulltrúa. 

Í dag gefst fulltrúum kennara tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri.

Ummælin vöktu úlfúð

Ummælin sem Einar lét falla voru eftirfarandi: „Mér finnst ein­hvern veg­inn öll „statistic“ bara um skól­ana okk­ar benda til þess að við séum að gera eitt­hvað al­gjör­lega vit­laust. Að kenn­ar­arn­ir séu að biðja um það að fá að vera minna með börn­um en eru samt veik­ari en nokkru sinni fyrr og kenna minna og fleiri ein­hverj­ir und­ir­bún­ings­tím­ar.“

Kennarar tóku illa í þessi ummæli og sögðu þau bera vott um að borgarstjórinn bæri ekki virðingu fyrir störfum þeirra. Einar ritaði grein á Vísi þar sem hann sagði að honum þætti leitt að þeir hefðu túlkað orð hans með þeim hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert