Fjögurra vikna varðhald vegna stunguárásar

Grafarvogur.
Grafarvogur. mbl.is

Gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri sem er grunaður um að hafa stungið karlmann á fertugsaldri í Grafarvogi í síðustu viku hefur verið framlengt um fjórar vikur í þágu almannahagsmuna.

Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, að sögn Eiríks Valbergs, fulltrúa í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Gæsluvarðhald yfir manninum átti að renna út í dag.

Annar karlmaður var handtekinn vegna árásarinnar en hann var látinn laus að loknum yfirheyrslum.

Fram kom í til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar í síðustu viku að karl­maður­inn sem varð fyr­ir árás­inni hefði hlotið lífs­hættu­lega stungu­áverka á lík­ama. Hann var flutt­ur á bráðamót­töku þar sem gert var að sár­um hans. Hann hef­ur verið út­skrifaður af sjúkra­húsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka