Gefur kost á sér í 3. sæti

Auður Kjartansdóttir.
Auður Kjartansdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Auður Kjartansdóttir, bæjarfulltrúi í Snæfellsbæ, gefur kost á sér í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Auður er búsett í Ólafsvík en er alin upp í Stykkishólmi. Hún er fjármálastjóri hjá Fiskmarkaði Íslands, bæjarfulltrúi í Snæfellsbæ, stjórnarformaður Brúar lífeyrissjóðs og stjórnarmaður hjá Landssamtökum lífeyrissjóða.

„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ég brenn fyrir málefnum samfélagsins, mig langar til að leggja mitt af mörkum og hafa áhrif á nýjum vettvangi,“ segir í tilkynningu Auðar til fjölmiðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert