Gengi Play hrynur og aldrei verið lægra

Gengi bréfa Play hefur lækkað um 82,31% á árinu.
Gengi bréfa Play hefur lækkað um 82,31% á árinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Play lækkaði um rúm 28% í kauphöllinni í dag. Virði bréfanna hefur aldrei verið lægra.

Eftir lokun markaða stendur verð á hlut í 1,38 krónum, en velta bréfanna í dag var aðeins upp á tólf milljónir króna.

Í upphafi árs nam verðið 7,85 krónum á hlut. Gengi bréfanna hefur því lækkað um 82,31% á árinu.

Stefna á viðamiklar breytingar

Flug­fé­lagið tilkynnti í gær að til standi að gera viðamikl­ar breyt­ing­ar á rekstri fé­lags­ins frá og með miðju næsta ári, sem fel­ur meðal ann­ars í sér að fé­lagið sæk­ir um annað flugrekstr­ar­leyfi á Möltu.

Ein­ar Örn Ólafs­son for­stjóri Play fór yfir breytingarnar í viðtali á mbl.is í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert