Gengur úr Pírötum yfir í Viðreisn

Eva pandora í ræðustól Alþingis.
Eva pandora í ræðustól Alþingis. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Eva Pandora Baldursdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er gengin úr Pírötum og hefur ákveðið að ganga til liðs við Viðreisn. Hún hyggst þó ekki gefa kost á sér á lista fyrir komandi þingkosningar.

Þetta kemur fram í facebook-færslu hennar.

„Eftir mikla umhugsun hef ég ákveðið að ganga til liðs við Viðreisn. Þessi ákvörðun var hvorki auðveld né léttvæg, en ég tel hana nauðsynlega til að halda áfram að berjast fyrir þeim málefnum sem ég brenn fyrir,“ skrifar hún.

Segir mikið um Pírata

Hún segir að þegar hún hafi ákveðið að hefja þátttöku í stjórnmálum árið 2016 hafi valið staðið á milli Pírata og Viðreisnar en að Píratar hafi orðið fyrir valinu.

„Ég er óendanlega þakklát fyrir öll þau tækifæri sem ég hef fengið hjá Pírötum, og ekki síður fyrir allt það frábæra fólk sem ég hef kynnst þar.

Það segir kannski mikið um Pírata að þegar ég sagði vinum mínum í þingflokki Pírata frá þessum pælingum mínum fyrir nokkru síðan og svo þegar ég tilkynnti þeim um mína lokaákvörðun þá sýndu þau mér mikinn skilning og hvöttu mig til að fylgja hjartanu,“ skrifar hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert