Geta ekki lengur búið við umferðartafirnar

Ný Ölfusárbrú við Selfoss verður 330 metra löng og stöpull …
Ný Ölfusárbrú við Selfoss verður 330 metra löng og stöpull fyrir miðju verður um 60 metra hár, með stögum niður að brúargólfi. Teikining/Vegagerðin

Héraðsnefnd Árnes­inga skor­ar á Alþingi að axla ábyrgð og leysa úr þeim hnökr­um sem komið hafa upp vegna fjár­mögn­un­ar við bygg­ingu á nýrri brú yfir Ölfusá við Sel­foss.

Var álykt­un þess efn­is samþykkt á haust­fundi nefnd­ar­inn­ar á Hót­el Geysi fyrr í vik­unni.

Nefnd­in er byggðasam­lag allra sveit­ar­fé­laga í Árnes­sýslu en þau eru: Árborg, Blá­skóga­byggð, Flóa­hrepp­ur, Gríms­nes-og Grafn­ings­hrepp­ur, Hruna­manna­hrepp­ur, Hvera­gerði, Skeiða- og Gnúp­verja­hrepp­ur og Ölfus.

Á að greiðast með gjald­töku

„Héraðsnefnd Árnes­inga minn­ir á að fram­kvæmd­in á að greiðast með gjald­töku not­enda en ekki af fjár­mun­um sam­göngu­áætlun­ar og því óháð þeirri fjár­mögn­un og for­gangs­röðun,“ seg­ir í álykt­un­inni.

„Íbúar Suður­lands ásamt öll­um þeim sem leið sína leggja um Sel­foss geta ekki öllu leng­ur búið við um­ferðataf­ir þær sem eru meira og minna orðnar viðvar­andi um gömlu Ölfusár­brúnna við Sel­foss og eru sér­stak­lega íþyngj­andi á álags­tím­um.“

Viðbragðstími leng­ist

Í álykt­un­inni er sér­tak­lega bent á að viðbragðstími viðbragðsaðila leng­ist um­tals­vert við slík­ar aðstæður sem sé mjög al­var­legt þegar litið er til ör­ygg­is íbúa og veg­far­enda.

„Tími áætl­un­ar­gerða, mati á mögu­leg­um brú­ar­stæðum og legu Hring­veg­ar­ins er liðinn. Tími fram­kvæmda er runn­inn upp.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert