Hættumat óbreytt: Landris stöðugt

GPS-mælingar á Svartsengissvæðinu sýna að landris er stöðugt.
GPS-mælingar á Svartsengissvæðinu sýna að landris er stöðugt. Kort/Veðurstofa Íslands

Uppfært hættumat Veðurstofu Íslands fyrir Sundhnúkagígaröðina er óbreytt. Að öllu óbreyttu gildir hættumatið til 29. október.

GPS-mælingar á Svartsengissvæðinu sýna að landris er stöðugt.

Haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða og undanfarið er líklegast að annað kvikuhlaup og mögulegt eldgos verði á gígaröðinni í kjölfarið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Gæti orðið hálftíma fyrirvari

„Fyrirvari vegna yfirvofandi eldgoss getur verið mjög skammur, allt niður í 30 mínútur. Jarðskjálftavirkni í kringum Sundhnúksgígaröðina er áfram mjög lítil,“ segir einnig í tilkynningunni.

Ekkert í gögnum Veðurstofunnar bendir til þess að kvikusöfnun undir Svartsengi sé að hætta. Enn er talin hætta vegna jarðfalls ofan í sprungur á svæði 4 í Grindavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert