Kröpp lægð nálgast landið

Vindaspáin á landinu kl. 14 á morgun.
Vindaspáin á landinu kl. 14 á morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Kröpp lægð nálgast suðaustanvert landið á morgun og má því búast við hvössum og byljóttum vindi og hviðum sem nái 35 metrum á sekúndu með köflum í Öræfum og undir Eyjafjöllum frá klukkan 11:00 til 18:00.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar, Daníel Þorlákssyni. 

Þá er einnig útlit fyrir ákveðna norðlæga átt og blint í slyddu eða snjókomu á Steingrímsfjarðarheiði seint annað kvöld.

Útlit er fyrir mikla slyddu eða snjókomu á Steingrímsfjarðarheiði seint …
Útlit er fyrir mikla slyddu eða snjókomu á Steingrímsfjarðarheiði seint annað kvöld. mbl.is/RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert