Málamiðlanir „ekki verið viljinn á hinum bæjunum“

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar. mbl.is/Hákon

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir blendnar tilfinningar fylgja ríkisráðsfundi á Bessastöðum í kvöld.

Ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins lýkur með formlegum hætti á fundinum og tekur starfsstjórn síðarnefndu flokkanna til starfa en Vinstri græn kusu að taka ekki sæti í þeirri stjórn.

„En staðreyndir eru staðreyndir og þá gerir maður það sem gera þarf.“

Mistök?

Spurður hvort hann telji slit ríkisstjórnarinnar hafa verið mistök segir hann vissulega mega kalla það mistök, hafi það verið vilji flokkanna að starfa út kjörtímabilið.

Kveðst hann ekki geta sagt til um hvort Vinstri græn hafi ýtt Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, út í horn.

„En ég hef verið á þeirri skoðun að það sé hægt að finna málamiðlanir og lausnir, en það hefur ekki verið viljinn á hinum bæjunum, þannig hér erum við stödd í dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert