Myndir: Starfsstjórn tekin við völdum

Ný starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tók við völdum í kvöld, …
Ný starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tók við völdum í kvöld, 17. október. mbl.is/Hákon

Starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur tekið við völdum í landinu.

Þetta er ljóst eftir að fundi ríkisráðs lauk á Bessastöðum í kvöld, þeim fyrsta sem Halla Tómasdóttir forseti stýrði.

Staðfesti forseti þar lausnarbeiðni þriggja ráðherra Vinstri grænna.

Fráfarandi ríkisstjórn á sínum hinsta ríkisráðsfundi í kvöld.
Fráfarandi ríkisstjórn á sínum hinsta ríkisráðsfundi í kvöld. mbl.is/Hákon

Bjarni fer með þrjú ráðuneyti

Þá var undirritaður forsetaúrskurður um breytingar á skiptingu starfa í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar, sem situr nú sem starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn verður mynduð.

Eins og greint var frá í gær er Bjarni með þessu orðinn mat­væla-, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, til viðbót­ar við embætti for­sæt­is­ráðherra sem hann gegn­ir þegar.

Sig­urður Ingi Jóhannsson er nú innviðaráðherra en hann var þegar ráðherra fjár­mála.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fyrir utan Bessastaði í kvöld.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fyrir utan Bessastaði í kvöld. mbl.is/Hákon
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra ræddi stuttlega við fjölmiðla.
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra ræddi stuttlega við fjölmiðla. mbl.is/Hákon
Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. mbl.is/Hákon
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fyrir utan Bessastaði.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fyrir utan Bessastaði. mbl.is/Hákon
Bjarkey Olsen er ekki lengur matvælaráðherra eftir úrskurð forseta.
Bjarkey Olsen er ekki lengur matvælaráðherra eftir úrskurð forseta. mbl.is/Hákon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka