Starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur tekið við völdum í landinu.
Þetta er ljóst eftir að fundi ríkisráðs lauk á Bessastöðum í kvöld, þeim fyrsta sem Halla Tómasdóttir forseti stýrði.
Staðfesti forseti þar lausnarbeiðni þriggja ráðherra Vinstri grænna.
Þá var undirritaður forsetaúrskurður um breytingar á skiptingu starfa í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar, sem situr nú sem starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn verður mynduð.
Eins og greint var frá í gær er Bjarni með þessu orðinn matvæla-, félags- og vinnumarkaðsráðherra, til viðbótar við embætti forsætisráðherra sem hann gegnir þegar.
Sigurður Ingi Jóhannsson er nú innviðaráðherra en hann var þegar ráðherra fjármála.