Opnað fyrir söfnun meðmæla

Kosið verður til Alþingis 30. nóvember en til að komast …
Kosið verður til Alþingis 30. nóvember en til að komast á kjörseðil þurfa framboðin fyrst að safna meðmælum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórnmálaflokkar geta nú byrjað að safna rafrænum meðmælum á ísland.is fyrir komandi þingkosningar 30. nóvember.

Stjórnmálasamtök sem hafa fengið úthlutuðum listabókstaf geta stofnað rafræna meðmælasöfnun fyrir framboð sín í öllum kjördæmum. Allir sem eru með kosningarrétt geta mælt með framboðum í sínum kjördæmi þegar safnanir hafa verið stofnaðar.

Þetta kemur fram í tilkynningu Landskjörstjórnar. 

Allt frá 210 meðmælum upp í 440 meðmæli

Einnig er heimilt að safna meðmælum á pappír og hægt er að nálgast eyðublöð fyrir slíkt inn á ísland.is. 

Það er mismundandi eftir kjördæmum hversu mörg meðmæli hvert framboð þarf en hér er útlistun á því:

Norðvesturkjördæmi

210 - 280 meðmæli

Norðausturkjördæmi

300 - 400 meðmæli

Suðurkjördæmi

300 - 400 meðmæli

Suðvesturkjördæmi

420 - 560 meðmæli

Reykjavíkurkjördæmi suður

330 - 440 meðmæli

Reykjavíkurkjördæmi norður

330 - 440 meðmæli

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert