Segist hafa viljað ljúka fleiri verkefnum

Ásmundur Einar Daðason gengur inn til ríkisráðsfundar á Bessastöðum í …
Ásmundur Einar Daðason gengur inn til ríkisráðsfundar á Bessastöðum í kvöld. mbl.is/Hákon

„Ég hefði gjarnan viljað að þessi stjórn gæti starfað áfram og lokið við fleiri verkefni, alla vega hvað snertir mitt ráðuneyti.“

Þetta sagði Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, þegar hann gekk inn á ríkisráðsfund á Bessastöðum í kvöld.

Ekki mistök

Rík­is­stjórn­ar­sam­starfi Vinstri grænna, Fram­sókn­ar og Sjálf­stæðis­flokks­ins lýk­ur með form­leg­um hætti á fund­in­um og tek­ur starfs­stjórn síðar­nefndu flokk­anna til starfa en Vinstri græn kusu að taka ekki sæti í þeirri stjórn.

Inntur eftir því hvort hann sé fúll út í Bjarna Benediktsson forsætisráðherra fyrir að slíta ríkisstjórninni, eða telji Vinstri græn hafa gert mistök með því að hleypa af stað boltanum með ályktun sinni um að kjósa skyldi í vor, svarar Ásmundur neitandi.

Heppilegra hefði verið að klára samstarfið en svona séu stjórnmálin einfaldlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert