Þingmennirnir vilja halda sæti sínu

Jóhann Friðrik, Sigurður Inig og Hafdís Hrönn.
Jóhann Friðrik, Sigurður Inig og Hafdís Hrönn. Samsett mynd/mbl.is

Allir þingmenn Framsóknar í Suðurkjördæmi sækjast eftir því að halda sæti sínu á lista flokksins fyrir komandi kosningar.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, er oddviti flokksins í Suðurkjördæmi og hyggst hann leiða flokkinn í kjördæminu áfram.

Í síðustu könnun Gallup mældist Framsókn með 7,5% fylgi í Suðurkjördæmi en flokkurinn fékk 23,9% fylgi í síðustu kosningum og var næststærsti flokkurinn í kjördæminu.

Allir vegir færir þegar kosningavélin fer í gang

Suðurnesjamaðurinn Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknar, vermir 2. sæti á lista flokksins í kjördæminu og segir í samtali við mbl.is að hann muni gefa kost á sér í það sæti aftur.

Í 3. sæti á lista er svo þingmaðurinn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir og hún vill einnig gefa kost á sér í það sæti aftur.

Spurð hvort að hún hafi ekki áhyggjur af því að hún muni missa þingsætið sitt segir Hafdís:

„Jú, jú en það er bara allt undir okkur komið og þegar kosningavél Framsóknar fer í gang þá eru okkur allir vegir færir,“ segir Hafdís.

Á laugardaginn kemur í ljós með hvaða hætti Framsókn velur á lista.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert