Tugir lækna til rannsóknar

Embætti landlæknis skoðar mál tuttugu lækna vegna lyfjaávísana.
Embætti landlæknis skoðar mál tuttugu lækna vegna lyfjaávísana. Samsett mynd

Embætti land­lækn­is hef­ur lyfja­á­vís­an­ir u.þ.b. 20 lækna til stjórn­sýslu­legr­ar rann­sókn­ar. Hef­ur þeim annaðhvort verið sent bréf frá embætt­inu, eða til stend­ur að gera það, þar sem þeim gefst kost­ur til andsvara.

Um er að ræða óvenjumarga lækna sem eru til rann­sókn­ar hjá embætt­inu á sama tíma að sögn Jó­hanns M. Len­h­arðsson­ar, sviðsstjóra á sviði eft­ir­lits og gæða heil­brigðisþjón­ustu hjá land­lækni. Í flest­um til­fell­um snúa mál­in að ávís­un áv­ana- og fíkni­lyfja og flest koma þau upp eft­ir ábend­ing­ar sem leitt hafa til skoðunar á lyfja­á­vís­un viðkom­andi lækna.

„Þessi til­felli eru þau sem eft­ir standa og halda áfram þegar búið er að vinna úr ábend­ing­um. Sér­fræðing­ar hér hjá embætt­inu, t.d. lækn­ar, meta ábend­ing­arn­ar og rann­saka þær,“ seg­ir Jó­hann.

Hann seg­ir að þetta þýði ekki endi­lega að lækn­arn­ir megi eiga von á harka­leg­um úrræðum á borð við svipt­ingu starfs­leyf­is.

„Land­lækn­ir hef­ur ýmis úrræði. Í fyrsta lagi að gera ekki neitt ef rann­sókn­in ber með sér að ekki sé til­efni til að grípa til úrræða en einnig að veita lækn­un­um form­leg til­mæli eða veita þeim áminn­ingu ef svo ber und­ir. Al­geng­ara er að það sé gert frek­ar en að svipta fólk starfs­leyfi,“ seg­ir Jó­hann.

Óvenju marg­ir til rann­sókn­ar 

Sam­kvæmt svari við fyr­ir­spurn mbl.is Land­læknisembætt­is­ins hafa ein­ung­is þrír lækn­ar verið svipt­ir starfs­leyfi á ár­un­um 2020-2024. Embættið gef­ur ekki upp hverj­ar ástæður svipt­ing­anna voru vegna þess hve fá mál um er að ræða.

Fram hef­ur þó komið í frétt­um að eitt þess­ara til­vika snúi að lækni sem ávísaði lyfj­um á látna konu í um ára­tug. Annað snúi að lækni sem tal­inn var fram­kvæma ónauðsyn­leg­ar aðgerðir á börn­um. 

Á sama tíma­bili eða árin 2020-2024 fengu níu lækn­ar áminn­ingu en 43 form­leg til­mæli frá embætt­inu. Þar af voru 14 sem fengu til­mæli vegna lyfja­á­vís­ana.

Eins og töl­urn­ar bera með sér er því um óvenju marga lækna að ræða sem eru til rann­sókn­ar á sama tíma.

Til­vilj­un                                    

„Vissu­lega eru óvenju mörg mál sem komið hafa upp en það er bara til­vilj­un. Þetta eru mun fleiri mál en hafa alla jafna verið til rann­sókn­ar á síðustu fjór­um árum,“ seg­ir Jó­hann sem bæt­ir því við að ekk­ert sér­stakt átak hafi verið í mála­flokkn­um sem skýri þetta. Mál­in hafa öll komið upp á síðustu miss­er­um. 

Að sögn hans hafa ábend­ing­ar um lyfja­á­vís­an­ir lækn­anna helst komið frá apó­tek­um, heil­brigðis­starfs­mönn­um, sjúkra­trygg­ing­um og Lyfja­stofn­un.

.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka