Vilhjálmur í framboð

Vilhjálmur Bjarnason.
Vilhjálmur Bjarnason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vilhjálmur Bjarnason býður sig fram í 2.-4. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningum 30. nóvember.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vilhjálmi sem telur rétt og eðlilegt að lífeyrisþegar eigi fulltrúa á Alþingi og það sé rétt og eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn leggi til þann fulltrúa. Vilhjálmur er 72 ára gamall.

Vilhjálmur sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 2013 til 2017 og var varaþingmaður árið 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert