Ásmundur skipar tvo nýja skrifstofustjóra

Hafþór Einarsson og Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir.
Hafþór Einarsson og Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra, hef­ur skipað í tvö embætti skrif­stofu­stjóra í mennta- og barna­málaráðuneyt­inu.

Hafþór Ein­ars­son er skipaður í embætti skrif­stofu­stjóra á skrif­stofu grein­inga og fjár­mál og Hall­dóra Dröfn Gunn­ars­dótt­ir í embætti skrif­stofu­stjóra á skrif­stofu stefnu­mót­un­ar og inn­leiðing­ar. 

Áður staðgenglar skrifstofustjóra

Hafþór er með BSc-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og réttindi til kennslu í grunn- og framhaldsskólum. Hann hefur verið sérfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra á skrifstofu greininga og fjármála hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu frá árinu 2022 og settur skrifstofustjóri til eins árs frá byrjun árs 2024.

Halldóra er með BA-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands, félagsráðgjöf til starfsréttinda og diplómu á meistarastigi í réttarfélagsráðgjöf við frá sama skóla. Á árunum 2022 til 2024 var Halldóra teymisstjóri og staðgengill skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumótunar og innleiðingar hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og settur skrifstofustjóri til eins árs frá byrjun árs 2024.

Bæði hafa þau reynslu af breytingastjórnun og stjórnun krefjandi verkefna auk sérþekkingar Hafþórs á fjármálastjórn og áætlanagerð á vegum hins opinbera og sérþekkingar Halldóru á stefnumótun og innleiðingu en hún kom m.a. að innleiðingu og lagaumgjörð um farsæld barna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka