Fresta sölunni á Íslandsbanka

Sölunni hefur verið frestað vegna markaðsaðstæðna og hve stutt er …
Sölunni hefur verið frestað vegna markaðsaðstæðna og hve stutt er til kosninga. Eggert Jóhannesson

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta sölu á útistandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Ákvörðunin var tekin í ljósi markaðsaðstæðna og hve stutt er til alþingiskosninga. 

„Mikilvægt er að hámarka líkur á að útboðið heppnist vel og að næg þátttaka fáist, meðal annars frá almenningi,“ segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Ákvörðunin var tekin innan ráðherranefndar um ríkisfjármál og segir í tilkynningunni að einhugur hafi verið innan nefndarinnar. Þar eiga forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra fast sæti í nefndinni. 

Rétt er að taka fram að félags- og vinnumarkaðsráðherra heyrir undir forsætisráðherra í nýskipaðri starfsstjórn.  

Undirbúningur komin langt á veg

„Undirbúningur sölunnar hefur gengið vel og er komin langt á veg í samstarfi við ráðgjafa ríkisins, Kviku, Barclays og Citi, fjármálaráðgjafann Landsbankann, auk lögfræðinga. Mun sú vinna nýtast sölunni verður fram haldið, jafnvel þó það verði ekki fyrr en á nýju ári.“

Ríkissjóður hefur fengið 108 milljarða króna í sinn hlut í fyrri útboðum Íslandsbanka og á enn 42.5% hlut í bankanum. Til stóð að helmingurinn af þeim hlut yrði seldur á þessu ári og eftirstandandi hluti á því næsta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka