Fresta sölunni á Íslandsbanka

Sölunni hefur verið frestað vegna markaðsaðstæðna og hve stutt er …
Sölunni hefur verið frestað vegna markaðsaðstæðna og hve stutt er til kosninga. Eggert Jóhannesson

Tek­in hef­ur verið ákvörðun um að fresta sölu á úti­stand­andi hlut­um rík­is­ins í Íslands­banka. Ákvörðunin var tek­in í ljósi markaðsaðstæðna og hve stutt er til alþing­is­kosn­inga. 

„Mik­il­vægt er að há­marka lík­ur á að útboðið heppn­ist vel og að næg þátt­taka fá­ist, meðal ann­ars frá al­menn­ingi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu.

Ákvörðunin var tek­in inn­an ráðherra­nefnd­ar um rík­is­fjár­mál og seg­ir í til­kynn­ing­unni að ein­hug­ur hafi verið inn­an nefnd­ar­inn­ar. Þar eiga for­sæt­is­ráðherra, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra fast sæti í nefnd­inni. 

Rétt er að taka fram að fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra heyr­ir und­ir for­sæt­is­ráðherra í ný­skipaðri starfs­stjórn.  

Und­ir­bún­ing­ur kom­in langt á veg

„Und­ir­bún­ing­ur söl­unn­ar hef­ur gengið vel og er kom­in langt á veg í sam­starfi við ráðgjafa rík­is­ins, Kviku, Barclays og Citi, fjár­málaráðgjaf­ann Lands­bank­ann, auk lög­fræðinga. Mun sú vinna nýt­ast söl­unni verður fram haldið, jafn­vel þó það verði ekki fyrr en á nýju ári.“

Rík­is­sjóður hef­ur fengið 108 millj­arða króna í sinn hlut í fyrri útboðum Íslands­banka og á enn 42.5% hlut í bank­an­um. Til stóð að helm­ing­ur­inn af þeim hlut yrði seld­ur á þessu ári og eft­ir­stand­andi hluti á því næsta. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert