Fyrstu skóflustungurnar eftir margra ára bið

Frá vinstri: Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ og …
Frá vinstri: Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ og Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra í starfsstjórn. mbl.is/Eyþór

Létt var yfir mönnum þegar fyrstu skóflustungurnar voru teknar á Laugardalsvellinum í gær.

Til stendur að setja hitunarkerfi undir völlinn og vera með blöndu af náttúrulegu grasi og gervigrasi.

Viljayfirlýsing um framtíðaruppbyggingu þjóðarleikvanga fyrir knattspyrnu og frjálsíþróttir í Laugardal var undirrituð í byrjun síðasta mánaðar.

Þrír starfshópar hafa verið skipaðir um framtíð Laugardalsvallar frá árinu 2013. Þá hafa minnst fjögur ráðgjafarfyrirtæki verið fengin að borðinu undanfarin ár til að leggja mat á tillögur um úrbætur og uppbyggingu í Laugardalnum. 

Þar á meðal breska ráðgjafarfyrirtækið AFL sem taldi ekki fýsilegt að ráðist yrði í lágmarksendurbætur og -lagfæringar á Laugardalsvelli, að því er fram kom í tilkynningu stjórnvalda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka